Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd segir nokkuð hafa verið um það að undanförnu að þjóðkirkjuprestar og ásatrúargoðar sameinist um að gifta fólk. Þar virðist honum að spilað sé nokkuð á falskan hátt og kenningin þar með farin tvist og bast.

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd segir nokkuð hafa verið um það að undanförnu að þjóðkirkjuprestar og ásatrúargoðar sameinist um að gifta fólk. Þar virðist honum að spilað sé nokkuð á falskan hátt og kenningin þar með farin tvist og bast.

Þegar ása og tvistatrú

taka höndum saman,

dansar kristið kirkjubú

kringum hræsnisgaman,

Um nýlegt deilumál milli presta orti Rúnar þessa vísu:

Það mun talið sannast sagna,

sérstaklega í kirkju,

að hugsun séra Hjartar Magna

hæfi bara í fríkirkju!

Og það virðist býsna lítill munur á almennri pólitík og prestapólitík:

Sjáanlega vex nú víða

vinsældakeppni prestanna.

Því hræsnin kann þar helst að smíða

hugarfóstur brestanna.

Allt hefur sitt verð, að því er margir segja, en Rúnar telur staðreyndina þá að sumt geti orðið of dýru verði keypt. Um það yrkir hann:

Menn í falskri friðarvist,

fjarri máli göfugu,

tengja saman Kölska og Krist

kærleiksbandi öfugu.

pebl@mbl.is