Fyrirburar Meiri hætta á að þair þurfi að glíma við heilsufarsleg vandamál sem og námserfiðleika.
Fyrirburar Meiri hætta á að þair þurfi að glíma við heilsufarsleg vandamál sem og námserfiðleika. — Reuters
BARNSHAFANDI konur sem eru með mjög lágt kólesteról gætu verið í meiri hættu á að eignast fyrirbura, eftir því sem segir á fréttavef BBC .

BARNSHAFANDI konur sem eru með mjög lágt kólesteról gætu verið í meiri hættu á að eignast fyrirbura, eftir því sem segir á fréttavef BBC . Nýleg rannsókn leiddi í ljós tengsl á milli þess að konur hafi á meðgöngu mjög hátt kólesteról og aukinnar hættu á fyrirburafæðingum, sömu áhrif mjög lágs kólesteróls komu hins vegar á óvart. Fyrirburafæðingar auka mjög hættu á ýmsum heilsufarsvandamálum barns og því full ástæða til að rannsaka þessi mál. Fyrirburar eru líklegri en önnur börn til að glíma við lungna- og hjartavandamál, blindu, heyrnarleysi og námserfiðleika.

1.000 konur í Suður Karólínu og nýfædd börn þeirra tóku þátt í rannsókninni. Í ljós kom að 5% kvenna með hefðbundið kólesterólmagn eignuðust fyrirbura, 12% kvenna með hæsta kólesterólið og 21% þeirra sem voru með mjög lágt kólesteról. Einnig kom í ljós að höfuð barna þeirra kvenna sem voru með mjög lágt kólesterólmagn var minna. Stjórnandi rannsóknarinnar, dr. Max Muenke sagði frekari rannsókna þörf til að staðfesta niðurstöðurnar. Þó megi fullyrða að eðlilegt magn kólesteróls hjá konum, bæði fyrir og eftir fæðingu, skipti miklu fyrir heilsu barnsins.