Forsetinn og Edda Edda Jónsdóttir tók við verðlaunum Hreins sem var ytra, einni milljón króna sem Myndstef og Landsbankinn láta í té.
Forsetinn og Edda Edda Jónsdóttir tók við verðlaunum Hreins sem var ytra, einni milljón króna sem Myndstef og Landsbankinn láta í té. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
HREINN Friðfinnsson myndlistarmaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs í gær, en Edda Jónsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Hreins sem staddur er erlendis.
HREINN Friðfinnsson myndlistarmaður hlaut heiðursverðlaun Myndstefs í gær, en Edda Jónsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Hreins sem staddur er erlendis. Viðurkenninguna hlýtur Hreinn fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar, en hluta þess framlags má nú sjá á yfirlitssýningu í Listasafni Reykjavíkur, sem upphaflega var sett upp í Serpentine Gallery í Lundúnum í sumar. Heiðursverðlaunin nema einni milljón króna. Þetta er í þriðja sinn sem heiðursverðlaunum Myndstefs er úthlutað. Dómnefnd skipuðu Áslaug Thorlacius myndlistarmaður, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, og Margrét Harðardóttir arkitekt. Dómnefnd segir verk Hreins „hrífandi og einföld, full af ljóðrænum vísunum og heimspekilegum vangaveltum. Ásýnd hlutanna skiptir ekki höfuðmáli heldur andinn og hin tæra hugsun enda snúast verkin gjarnan um eitthvað loftkennt og ósnertanlegt einsog ljósið, vindinn eða það sem ekki er. Þrátt fyrir – og kannski einmitt fyrir þessa ákveðnu naumhyggju – búa þau yfir einstökum þokka og fegurð.“