Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir í skýrslu, sem birt var í gær, að Íranar hafi veitt henni upplýsingar um kjarnorkuáætlun þeirra en virt að vettugi kröfuna um að hætta auðgun úrans.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir í skýrslu, sem birt var í gær, að Íranar hafi veitt henni upplýsingar um kjarnorkuáætlun þeirra en virt að vettugi kröfuna um að hætta auðgun úrans. Bandaríkjastjórn kvaðst ætla að halda áfram að beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn írönsku klerkastjórninni sem sagði hins vegar að skýrslan sýndi að Íranar hygðust aðeins hagnýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi.