Fljótsdalur | Gunnarsstofnun, í samvinnu við Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur og Austurlands- og Húsavíkurdeildir 4x4, stendur fyrir ferð í fótspor Fjalla-Bensa á sunnudag.

Fljótsdalur | Gunnarsstofnun, í samvinnu við Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur og Austurlands- og Húsavíkurdeildir 4x4, stendur fyrir ferð í fótspor Fjalla-Bensa á sunnudag. Um 70 manns verða í ferðinni og farið á 15-20 sérútbúnum jeppum bæði frá Húsavík og Egilsstöðum. Tilefni ferðarinnar er ný útgáfa á Aðventu hjá bókaforlaginu Bjarti sem kom út í sumar.

Í ferðinni verður áð á sögustöðum og mun Arngrímur Geirsson í Álftagerði rifja upp svaðilfarir Fjalla-Bensa og annarra eftirleitarmanna. Með í för verður einnig Ingvar E. Sigurðsson leikari sem mun lesa valda kafla úr sögunni. Þá mun Skúli Björn Gunnarsson hjá Gunnarsstofnun fjalla um tildrög sögunnar og útgáfu hennar. Uppselt er í ferðina og komust færri að en vildu.