— Morgunblaðið/Golli
MARGIR af fremstu knöpum landsins munu sýna hesta sína í Vetrargarðinum í Smáralind í dag milli kl. 16 og 19. Tilefnið er útgáfa 30 ára afmælisrits Eiðfaxa. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni er Valdimar Bergstað, efnilegasti knapinn árið 2007.
MARGIR af fremstu knöpum landsins munu sýna hesta sína í Vetrargarðinum í Smáralind í dag milli kl. 16 og 19. Tilefnið er útgáfa 30 ára afmælisrits Eiðfaxa. Meðal hestamanna sem fram koma á hátíðinni er Valdimar Bergstað, efnilegasti knapinn árið 2007. Jafnframt verður sýnikennsla í grunnatriðum reiðmennskunnar og keppni í hægtölti. Einnig munu félagasamtök hestamanna kynna starfsemi sína.