Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna en tilgangurinn er að koma til móts við þær bráðaaðstæður sem geta komið upp hjá fjölskyldum við greiningu.

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna en tilgangurinn er að koma til móts við þær bráðaaðstæður sem geta komið upp hjá fjölskyldum við greiningu.

Verði frumvarpið að lögum munu foreldrar sem eru á vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að sex mánuði ef börn þeirra greinast langveik eða alvarlega fötluð. Jafnframt er gert ráð fyrir að foreldrum verði tryggðar mánaðarlegar grunngreiðslur þann tíma sem þeir eiga ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna umönnunar barna sinna.