SVEITARSTJÓRN Flóahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 14. nóvember að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrrverandi Villingaholtshrepps þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

SVEITARSTJÓRN Flóahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 14. nóvember að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrrverandi Villingaholtshrepps þar sem gert er ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Samþykktin er byggð á þeim forsendum að staðaráhætta við Þjórsá vegna hugsanlegra flóða stenst viðmið sem gefin eru í reglugerð um hættumat vegna ofanflóða eins og tilskilið var í mati á umhverfisáhrifum og úrskurði umhverfisráðherra vegna virkjananna og því að samkomulag hefur náðst við Landsvirkjun um mótvægisaðgerðir.

Einnig var samþykkt að setja þá skilmála að hönnun virkjunarinnar miðist við að yfirborð Heiðarlóns verði að hámarki 50 metrar yfir sjávarmáli eins og kynnt var í áhættumati, að lón verði einungis í árfarvegi og að farið verði að skilyrðum umhverfisráðuneytisins vegna mats á virkjuninni. | 12