Árni Sigfússon
Árni Sigfússon
ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðu Hitaveitu Suðurnesja sterka á Reykjanesi, hún hafi m.a. jarðhitaréttindi á svæðinu við Reykjanesvirkjun sem og í Svartsengi.

ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir stöðu Hitaveitu Suðurnesja sterka á Reykjanesi, hún hafi m.a. jarðhitaréttindi á svæðinu við Reykjanesvirkjun sem og í Svartsengi. „Þannig að þetta samkomulag þeirra snýr frekar að skipulagsmálum því í raun eru ekki mikil jarðhitaréttindi í eigu sveitarfélaganna þriggja. [...] Við lítum ekki svo á að þessu félagi sé á neinn hátt stefnt gegn Hitaveitunni sem hér hefur starfað áratugum saman og byggt upp orku- og atvinnulíf á Suðurnesjum.“

Þá segir hann athugandi hvort Suðurlindir vilji gerast aðili að HS. „Það væri mjög við hæfi. Reykjanesbær myndi alla vega taka vel á móti þeim.“