Velkominn heim Þetta er nú meira helv... muggukafaldið – eða er þetta kannski maldringur?
Velkominn heim Þetta er nú meira helv... muggukafaldið – eða er þetta kannski maldringur? — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
ÞEGAR þjóðin var enn háðari veðrum en í dag voru orðin um blæbrigði veðurfarsins ólíkt litríkari og skilmerkilegri en nú tíðkast. Það sama á við um mörg önnur orð, til dæmis þau sem við notum um hafið.

ÞEGAR þjóðin var enn háðari veðrum en í dag voru orðin um blæbrigði veðurfarsins ólíkt litríkari og skilmerkilegri en nú tíðkast. Það sama á við um mörg önnur orð, til dæmis þau sem við notum um hafið. Hér eru 67 orð yfir snjó og snjókomu, en listinn er alls ekki tæmandi. Mörg orðanna notum við enn, en gaman er að skoða þau sem fallið hafa í gleymsku og ímynda sér nákvæma merkingu þeirra – eða fletta þeim upp í orðabók.

aska *áfreði *blindöskubylur *bylur *drífa *él *éljagangur *fannburður *fannfergi *fjúk *flyksumjöll *fok *fönn * frostleysusnjór *grjónabylur * harðfenni *haglél *hjarn * hraglandi *hret *hreytingur * hríð *hríðarkóf *hryðja * hundslappadrífa *kafald *kafaldsbylur *kóf *kófviðri * klessingur *krap *lausamjöll * leysing *logndrífa *maldringur *mjöll *moksturskafald *mugga *muggukafald *mulla *nýsnævi *ofankafald *ofankoma *pos *skafelgur *skafl *skafmold *skafrenningur *skæðadrífa *slitringur *snjóakk *snjóalög *snjóburður *snjódyngja *snjófukt *snjóhald *snjóhengja *snjóhula *snjókoma *snjóreykur *snær *sólbráð *stórhríð *svælingsbylur