Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
Léleg lög Skýrsla umboðsmanns Alþingis var rædd á þingi í gær og nokkrir þingmenn höfðu áhyggjur af athugasemdum umboðsmanns þess efnis að hlutfall lélegra laga sé of hátt á Íslandi.

Léleg lög

Skýrsla umboðsmanns Alþingis var rædd á þingi í gær og nokkrir þingmenn höfðu áhyggjur af athugasemdum umboðsmanns þess efnis að hlutfall lélegra laga sé of hátt á Íslandi. „Það segir okkur auðvitað bara að við þurfum að vanda okkur miklu betur, við þurfum að hægja á lagasetningunni,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson , Samfylkingu. Fleiri tóku í sama streng og sögðu oft of mikinn hraða vera á störfum þingsins.

Öldrun er ekki sjúkdómur

Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær sem felur í sér tilfærslu á ýmsum málaflokkum frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. „Öldrun er ekki sjúkdómur,“ var meginstefið í umræðunum og enginn mótmælti þessum tilflutningi. Vinstri græn voru þó ekki sátt við ákvæði í lögunum sem felur í sér að komið verði á fót stofnun sem annist kaup, greiðslur og samninga um heilbrigðisþjónustu og Steingrímur J. Sigfússon kallaði lagaákvæðið smyglgóss sem ætti að ryðja veginn fyrir frekari einkavæðingu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði þetta hins vegar ekki vera meira smygl en svo að kveðið væri á um það í stjórnarsáttmálanum.