Vetnisbíll RX–8 er fyrsti vetnisbíllinn sem Mazda flytur út og verður búinn svokölluðum Wankel–mótor.
Vetnisbíll RX–8 er fyrsti vetnisbíllinn sem Mazda flytur út og verður búinn svokölluðum Wankel–mótor.
Mazda-fyrirtækið hefur gengið til samstarfs við norska fyrirtækið HyNor um þróun vetniseldsneytis og vetnisbíla. Í þeim tilgangi kaupir HyNor 20 vetnisbíla af gerðinni RX-8 Hydrogen RE næsta sumar. Verða það fyrstu vetnisbílarnir sem Mazda flytur út.

Mazda-fyrirtækið hefur gengið til samstarfs við norska fyrirtækið HyNor um þróun vetniseldsneytis og vetnisbíla. Í þeim tilgangi kaupir HyNor 20 vetnisbíla af gerðinni RX-8 Hydrogen RE næsta sumar. Verða það fyrstu vetnisbílarnir sem Mazda flytur út.

HyNor er samstarfsverkefni norskra iðnfyrirtækja um þróun vetnissamfélags í Noregi. Mun það m.a. koma upp áfyllingastöðvum fyrir vetnisbíla á leiðinni frá Ósló til Stafangurs, en þar á milli eru 580 km.

Kerfið verður hugsað fyrir bíla af ýmsum stærðum og gerðum – einkabíla, leigubíla, strætisvagna og rútur og fyrir þarfir dreifbýlis sem þéttbýlis. RX-8 vetnisbíll Mazda verður búinn svokölluðum Wankel-mótor.

Er samkomulag var undirritað um samstarf Mazda og HyNor sagði Seita Kanai, forstjóri Mazda: „Líklega er Noregur það land sem er einna næst því verða að vetnisorkusamfélagi. Með samstarfinu við HyNor vonast Mazda til að geta lagt sitt af mörkum til þróunar og uppbyggingar vetnissamfélags.“