Ólöf Nordal
Ólöf Nordal
Ólöf Nordal alþingismaður spyr Dag B. Eggertsson borgarstjóra nokkurra grundvallarspurninga í lítilli grein hér í Morgunblaðinu í gær.

Ólöf Nordal alþingismaður spyr Dag B. Eggertsson borgarstjóra nokkurra grundvallarspurninga í lítilli grein hér í Morgunblaðinu í gær.

Þetta eru spurningar sem hinn nýi borgarstjóri hefur enn ekki svarað og meira að segja gefið til kynna að hann muni ekki svara í bráð.

Ólöf spyr: „Stefna borgarstjórnar Reykjavíkur varðar okkur öll. Hver er hún? Hvar er þessi málefnasamningur?

Hver er stefna borgarinnar í samgöngumálum, t.d. hvað varðar staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og nýtingu Vatnsmýrarinnar?

Hver er stefna borgarinnar í málefnum leikskóla, sbr. yfirlýsingar flokkanna um gjaldfrjálsan leikskóla?

Hver er stefna borgarinnar í auðlindanýtingu og orkusölu Orkuveitu Reykjavíkur?

Borgarstjóri vill verða metinn af verkum sínum. Er það ekki hlutverk stjórnmálamanna að segja kjósendum fyrir hvað þeir standa?

Hafa ekki allir stjórnmálamenn almannahagsmuni að leiðarljósi?

Borgarstjóri er lagður af stað í leiðangur. Hvert er ferðinni heitið?“

Mun borgarstjóri svara þingmanninum? Er ekki langlíklegast að svörin verði bæði rýr og klén, því hvernig á nýr meirihluti að geta gert málefnasamning þegar bullandi ágreiningur er á milli flokkanna í samgöngumálum, auðlindanýtingu, leikskólamálum og fleiri þýðingarmiklum málaflokkum?