ERLENDAR skuldir heimila hafa aukist hraðar en ráðstöfunartekjur þeirra á undanförnum árum, þrátt fyrir mikinn vöxt ráðstöfunartekna, segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

ERLENDAR skuldir heimila hafa aukist hraðar en ráðstöfunartekjur þeirra á undanförnum árum, þrátt fyrir mikinn vöxt ráðstöfunartekna, segir í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Erlendar skuldir heimila námu 108 milljörðum í september 2007, sem er 93% aukning frá sama tíma á fyrra ári, en þá námu slík lán 56 milljörðum króna. Af þessum 108 milljörðum eru einungis um 25 milljarðar vegna húsnæðislána.

Þrátt fyrir þessa þróun eru erlend lán enn í minnihluta heildarskulda heimila við lánakerfið, en styrking gengisins á þessu ári lækkar hlutfallið. Snörp lækkun á gengi krónunnar myndi koma illa við íslensk heimili, bæði vegna þess að afborganir af erlendum lánum í krónum hækka, en einnig vegna þess að gengislækkun er líkleg til að auka á verðbólgu, sem hækkar afborganir og höfuðstól verðtryggðra lána. segir í vefritinu.

Næmni heimilanna fyrir breytingum á gengi krónunnar er sögð nokkur. Þó ekki það mikil að hún skapi vanda fyrir fjármálalegan stöðugleika í landinu þótt komi til umtalsverðrar gengislækkunar.