Washington. AFP. | Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög um fjármögnun stríðsrekstrarins í Írak sem ganga þvert á óskir George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Washington. AFP. | Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög um fjármögnun stríðsrekstrarins í Írak sem ganga þvert á óskir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Löggjöfin hefur að geyma tímaáætlun um brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak en hún felur í sér að byrja eigi að kalla herinn heim innan mánaðar og að allir bandarískir hermenn eigi að vera horfnir frá Írak 15. desember 2008.

Bush hefur ítrekað lýst því yfir að hann muni ekki sætta sig við áætlanir sem þessa og mun væntanlega beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu sem er runnið undan rifjum demókrata sem hafa meirihluta í báðum deildum þings.