— Ljósmynd/VA
Neskaupstaður | Í vikunni var haldið upp á tíu ára afmæli hársnyrtideildar Verkmenntaskóla Austurlands. Af því tilefni var formlega tekin í notkun ný og betri kennsluaðstaða.
Neskaupstaður | Í vikunni var haldið upp á tíu ára afmæli hársnyrtideildar Verkmenntaskóla Austurlands. Af því tilefni var formlega tekin í notkun ný og betri kennsluaðstaða. Nemendur deildarinnar koma aðallega af Austur- og Norðurlandi, enda hefur deildin lengst af verið eina hársnyrtideildin á landsbyggðinni. Í vetur stunda nemendur nám á 1. og 3. önn og eftir áramót hefst kennsla á 4. önninni í samstarfi við skóla á höfuborgarsvæðinu. Deildarstjóri hársnyrtideildar er Svanlaug Aðalsteinsdóttir og aðrir kennarar eru Rósa Dögg Þórsdóttir og Elsa Reynisdóttir.