ÞRÓUNARAÐSTOÐ á vegum utanríkisráðuneytisins hefur verið í umræðunni og fleiri og fleiri spyrja hvað er ríkið að vasast í þessu í stað þess að fela einkageiranum og aðilum með sérþekkingu að annast rekstur slíks málaflokks Á sama hátt spyrja menn: hvað...
ÞRÓUNARAÐSTOÐ á vegum utanríkisráðuneytisins hefur verið í umræðunni og fleiri og fleiri spyrja hvað er ríkið að vasast í þessu í stað þess að fela einkageiranum og aðilum með sérþekkingu að annast rekstur slíks málaflokks Á sama hátt spyrja menn: hvað er utanríkisráðuneytið að gera með eigið útflutningsbatterí á meðan einkageirinn og Útflutningsráð Íslands sinna slíkum málum með mikilli prýði.

Eðlilegt er að taka undir með Stefáni Þórarinssyni, stjórnarfomanni Nýsis, sem í Morgunblaðsgrein sinni – Nátttröll í nútímanum – gagnrýnir harðlega aðkomu stjórnmálamanna að stjórn Þróunarsamvinnustofnunar og telur skipulag þar á bæ löngu úrelt, án skýrra markmiða og úr tengslum við fyrirtæki og fólkið í landinu.

Benda má á annað nátttröll á Íslandi, Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sami háttur verið hafður á og stjórn ávallt valin úr hópi flokksgæðinga sem hvorki hafa þekkingu né reynslu á smásöluverslun eða flughafnarrekstri, á sama tíma og urmull er af slíkum sérfræðingum í einkageiranum á Íslandi.

Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna.