Af hverju eru menn ekki ennþá að smíða svona bíla? Þó að BMW hafi verið í bíla-„bisness“ í 92 ár hefur framleiðandinn aðeins smíðað einn ofurbíl með miðlægri vél. Við erum að sjálfsögðu að tala um M1.
Af hverju eru menn ekki ennþá að smíða svona bíla?

Þó að BMW hafi verið í bíla-„bisness“ í 92 ár hefur framleiðandinn aðeins smíðað einn ofurbíl með miðlægri vél. Við erum að sjálfsögðu að tala um M1.

Á þessu ári eru 30 ár liðin síðan BMW smíðaði rúmlega 450 eintök af þessum bíl sem enn í dag er með flottustu ofurbílum á götunni.

Í tilefni af því er búið að skipuleggja fjöldann allan af viðburðum, þar á meðal sýningu við Villa d'Este þar sem M1 götu- og kappakstursbílar munu gleðja augu gesta og gangandi.

Bíllinn var annars hannaður af hinum víðfræga Giorgetto Giugiaro og þróaður í samvinnu við Lamborghini. Og við værum alveg til í eins og eitt stykki.