Danska skáldsagan Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer vakti verulega athygli og úlfúð í heimalandi höfundarins þegar hún kom út, enda byggir hann söguþráðinn á eigin uppvexti í litlu þorpi nálægt þýsku landamærunum og þykir afar...
Danska skáldsagan Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer vakti verulega athygli og úlfúð í heimalandi höfundarins þegar hún kom út, enda byggir hann söguþráðinn á eigin uppvexti í litlu þorpi nálægt þýsku landamærunum og þykir afar óvæginn gagnvart því umhverfi sem hann er sprottinn úr. Hér segir af fásinni, fordómum og harðýðgi í garð þeirra sem skera sig úr fjöldanum í litlu samfélagi á sjöunda áratugnum.