TVÆR nýjar útgáfur af sérvörðum skuldabréfum Kaupþings fengu í gær lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's og er það hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur.
TVÆR nýjar útgáfur af sérvörðum skuldabréfum Kaupþings fengu í gær lánshæfiseinkunnina Aaa hjá matsfyrirtækinu Moody's og er það hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Um er að ræða annars vegar 4 milljarða skuldabréf sem kemur til greiðslu árið 2031 og hins vegar 15,5 milljarða bréf sem kemur til greiðslu árið 2045.

Segir í tilkynningu frá Moody's að við einkunnagjöfina hafi verið litið til lánshæfis Kaupþings og þeirra fasteignalána sem lögð voru til tryggingar skuldabréfunum.