[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
R onaldinho fær kaldar gusur frá franska þjálfaranum Luis Fernandez sem var einmitt þjálfari Paris St. Germain þegar Ronaldinho fyrst reyndi fyrir sér í Evrópu með PSG.
R onaldinho fær kaldar gusur frá franska þjálfaranum Luis Fernandez sem var einmitt þjálfari Paris St. Germain þegar Ronaldinho fyrst reyndi fyrir sér í Evrópu með PSG. Fernandez segir Ronaldinho hafa einbeitt sér fyrir leiki með því að halda léttar veislur í herbergjum og íbúðum sínum og í ófá skipti gistu skvísur hjá kappanum nótt fyrir leik og hann sjái það sama gerast hjá Barcelona nú. Það útskýri dapurt form hans.

C ristiano Ronaldo verður erindreki Rauða krossins yfir Evrópukeppnina í knattspyrnu sem fram fer í sumar. Ætlar kappinn að nota frítíma sinn til að minna á þarft framlag og vinnu sjálfboðasamtakanna og afla fjár til stuðnings þeim.

É g hef bara víst heimsótt Eduardo og það oftar en einu sinni. Þetta lætur Martin Taylor eftir sér hafa í bresku blöðunum en Taylor hefur verið milli tanna á fólki vegna tæklingarinnar sem fótbraut framherjann Eduardo hjá Arsenal og eins fyrir að hafa ekki dug til að heimsækja strákinn sem verður frá í fleiri mánuði.

H inn baneitraði Dider Drogba á að hafa tjáð félögum sínum hjá Chelsea að hann gangi til liðs við Inter Milan í sumar samkvæmt heimildum enskra. Verður það mikið skarð að fylla hjá þeim bláklæddu ef rétt er en hvorki Chelsea né Inter hafa staðfest tíðindin. Heillar víst Drogba mjög að líklegur arftaki Roberto Mancini þjálfara Inter í sumar gæti orðið Jose Mourinho .

O g minni mega spámenn AC Milan ekki vera. Ekki liðu fimm mínútur frá fregnum af Drogba þangað til ítalskir miðlar töldu sig vita að Ruud van Nistelrooy muni klæðast litum AC næstu vertíðina. Hefur samkomulag þegar náðst og Nistelrooy fengið samning til skoðunar.