Finnska tímaritið Hymy mun í næstu viku birta nokkur þeirra 200 vafasamra textaskilaboða sem utanríkisráðherrann Ilkka Kanerva sendi nektardansmeynni Johönnu Tukiainen. Málið hefur vakið mikið umtal í Finnlandi og hafa margir krafist afsagnar...
Finnska tímaritið Hymy mun í næstu viku birta nokkur þeirra 200 vafasamra textaskilaboða sem utanríkisráðherrann Ilkka Kanerva sendi nektardansmeynni Johönnu Tukiainen. Málið hefur vakið mikið umtal í Finnlandi og hafa margir krafist afsagnar ráðherrans.

Að sögn á Kanerva að hafa boðið Tukiainen og systur hennar í mat og forvitnast um klæðnað þeirra. Tukiainen mætti fyrir dóm í gær og fór fram á lögbann á birtingu, en ritstjóri Hymy hefur sagt að birting geti mögulega orðið til þess að styrkja stöðu Kanerva. aí