AAA!!!
AAA!!!
MYNDASÖGUSÝNING verður opnuð í aðalsafni Borgarbókasafnsins, Grófarhúsi á morgun kl. 14. Tilefnið er útgáfa nýs myndasögublaðs nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík; AAA!!! Önnur sýning verður í skólanum sjálfum að Hringbraut 121, JL-húsinu.
MYNDASÖGUSÝNING verður opnuð í aðalsafni Borgarbókasafnsins, Grófarhúsi á morgun kl. 14. Tilefnið er útgáfa nýs myndasögublaðs nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík; AAA!!! Önnur sýning verður í skólanum sjálfum að Hringbraut 121, JL-húsinu. Myndasögugerð hefur verið kennd við skólann frá 1995. Í vetur var boðið upp á námskeið í myndasögugerð fyrir tvo aldurshópa; 10-12 ára og 13-16 ára. Er blaðið og sýningin afrakstur þeirra námskeiða. Sýningin stendur til 13.apríl. Kennarar á námskeiðunum voru Bjarni Hinriksson og Búi Kristjánsson.