— AP
FIMM íbúar hússins, sem hrundi saman að nokkru leyti í Álasundi í fyrradag er stór skriða féll á það, eru nú taldir af.
FIMM íbúar hússins, sem hrundi saman að nokkru leyti í Álasundi í fyrradag er stór skriða féll á það, eru nú taldir af. Eldur logaði í því enn í gær og þá var talið, að nokkrir dagar gætu liðið þar til björgunarmönnum væri óhætt að fara inn í það með leitarhunda. Á myndinni má sjá hvernig bergið fyrir ofan húsið hefur sprungið fram en áætlað er, að skriðan eða bjargið, sem fór á húsið, sé allt að 6.000 tonn. Færðist húsið þá eina sex metra fram í götuna. Bergið hafði raunar verið styrkt með fjögurra metra löngum boltum, sem boraðir höfðu verið inn í það, en það sprakk hins vegar 10 metrum frá ystu brún.