Rússland Moskva og Pétursborg eru tvær merkustu borgir landsins og mjög ólíkar hvor á sinn hátt.
Rússland Moskva og Pétursborg eru tvær merkustu borgir landsins og mjög ólíkar hvor á sinn hátt.
Kynning Bjarmaland ferðaskrifstofa hefur verið frumkvöðull í ferðum Íslendinga til Rússlands frá árinu 1999, að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmdastjóra Bjarmalands.
Kynning

Bjarmaland ferðaskrifstofa hefur verið frumkvöðull í ferðum Íslendinga til Rússlands frá árinu 1999, að sögn Hauks Haukssonar, framkvæmdastjóra Bjarmalands. „Við bjóðum upp á ferðir til Moskvu og Pétursborgar sem eru tvær merkustu borgir landsins og mjög ólíkar á sinn hátt. Pétursborg var um tíma einnig höfuðborg Rússlands en Moskva telst hins vegar til dýrustu borga í heimi en mikill uppgangur hefur verið þar síðustu árin og borgin er miðstöð viðskipta, samgangna, menningar og vísinda í Rússlandi sem er stærsta land heims,“ segir Haukur og bætir við að það sé nauðsynlegt að heimsækja Rússland að minnsta kosti einu sinni á ævinni. „Til að mynda eru mjög merkileg og flott listasöfn í Rússlandi, merkar byggingar og margt sem gaman er að skoða.“

Bjarmaland býður upp á skipulagðar ferðir þar sem fararstjórn og margt fleira er innifalið. „Í sumar verða nokkrar ferðir til Eystrasaltslanda, Rússlands og annarra landa á svæðinu, ber þar helst að nefna ferð í júlí til fimm landa, Eistlands, Lettlands, Litháens, Hvíta-Rússlands og endar ferðin í Moskvu. Þannig verður farinn stór hringur austast í Evrópu til mjög merkilegs svæðis, bæði sögulega og menningarlega.

Í lok ágúst verður ferð til Kákasuslandanna: Armeníu, Georgíu og Aserbaídsjans, sem eru að vissu leyti vagga menningar á mörkum Evrópu og Asíu en þessar þjóðir voru áður hluti af veldi Rússakeisara og síðar Sovétríkjanna. Íbúar eru þekktir fyrir mikla gestrisni og veisluhöld þar sem gleðin er við völd,“ segir Haukur sem segist sjá mikla framtíð í ferðalögum til þessara svæða heimsins. „Sjálfur hef ég búið í Rússlandi í tæplega 20 ár og tala því málið reiprennandi sem kemur sér vel við fararstjórnina. Ferðirnar hafa hlotið mjög góðar viðtökur og menn eru virkilega ánægðir með þessa lífsreynslu.“ svanhvit@24stundir.is