BÚNAÐURINN er ekki flókinn: Eyrnapinni til að taka sýni úr munninum, eyðublað til að staðfesta að viðskiptavinurinn samþykki skilmálana og umslag. Síðan þarf að bíða allt að fimm daga eftir niðurstöðunni og fá staðfest að barnið hafi verið rétt feðrað.
BÚNAÐURINN er ekki flókinn: Eyrnapinni til að taka sýni úr munninum, eyðublað til að staðfesta að viðskiptavinurinn samþykki skilmálana og umslag. Síðan þarf að bíða allt að fimm daga eftir niðurstöðunni og fá staðfest að barnið hafi verið rétt feðrað.

Identigene, bandarískt fyrirtæki sem rekur DNA-rannsóknastofu, selur nú þessa þjónustu í apótekum vestanhafs. Kostar búnaðurinn 30 dollara, um 2200 krónur og rannsóknin sjálf 119 dollara að auki, um 9.000 kr. Niðurstöðurnar duga þó ekki fyrir rétti, þá er krafist nákvæmari og dýrari rannsókna.