Sekur? Sean Combs hefur verið bendlaður við morðið.
Sekur? Sean Combs hefur verið bendlaður við morðið. — Reuters
SVO virðist sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hafi hlaupið á sig þegar það birti grein í síðustu viku þar sem rapparinn Sean Combs var bendlaður við morðið á Tupac Shakur árið 1994.
SVO virðist sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hafi hlaupið á sig þegar það birti grein í síðustu viku þar sem rapparinn Sean Combs var bendlaður við morðið á Tupac Shakur árið 1994. Greinin var byggð á upplýsingum úr viðtölum bandarísku alríkislögreglunnar við uppljóstrara þegar málið var rannsakað. Þar var því haldið fram að menn sem tengdust Combs hefðu skipað fyrir um morðið. Blaðamaðurinn Chuck Phillips skrifaði greinina, en hann á að baki langan feril og vann m.a. Pulitzer-verðlaun árið 1999.

Það var ritstjóri vefritsins The Smoking Gun, William Bastone sem benti fyrstur á alvarlega bresti í frásögninni og þá sérstaklega að þar er mikið byggt á framburði ungs manns sem segist hafa verið lykilmaður í áætluninni. Basone dregur frásögn hans í efa og segir Phillips hafa látið gabbast. „Það dúkkar upp þessi hvíti unglingur frá Flórída sem segist hafa verið potturinn og pannan í þessu öllu saman, en það hefur enginn heyrt um hann fyrr.“

Dagblaðið hyggst rannsaka málið.