FUNDIST hafa á Spáni steingerð bein, neðri kjálki, auk tanna úr forföður manna og talið að leifarnar séu liðlega milljón ára gamlar. Er um að ræða elstu leifar manna sem fundist hafa í Vestur-Evrópu, að því er fram kemur á vefsíðu BBC .
FUNDIST hafa á Spáni steingerð bein, neðri kjálki, auk tanna úr forföður manna og talið að leifarnar séu liðlega milljón ára gamlar. Er um að ræða elstu leifar manna sem fundist hafa í Vestur-Evrópu, að því er fram kemur á vefsíðu BBC .

Leifarnar, sem líklegt er að séu úr konu, fundust í héraðinu Sierra Atapuerca í grennd við Burgos en þar er mikið af hellum og hafa áður fundist þar merkar leifar forfeðra nútímamannsins í nokkurra hundraða metra fjarlægð frá staðnum þar sem leifarnar fundust núna, Sima del Elefante. Auk beina fundust áhöld úr steini og steingerð bein dýra sem fólkið hefur veitt sér til matar.