[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vörubíladeild Volvo hefur tekið í notkun forvitnilegan tæknibúnað sem ætlað er að gera vörubílstjórum auðveldara að mæla þyngd og dreifingu farms, sér í lagi farms sem erfitt er að vigta eins og möl, grjót, korn og fleira.
Vörubíladeild Volvo hefur tekið í notkun forvitnilegan tæknibúnað sem ætlað er að gera vörubílstjórum auðveldara að mæla þyngd og dreifingu farms, sér í lagi farms sem erfitt er að vigta eins og möl, grjót, korn og fleira. Það er danska fyrirtækið EP Powervision í Håstrup við Faaborg hefur þróað nýja kerfið og mun það leysa ýmiss konar vandamál því víðast hvar er ekki hægt að stóla á vogir við þjóðvegina til þess að vigta farm og jafnframt eru þyngdartakmarkanir algengar á vegum.

Virkar bæði á vörubílum með loft- og gormafjöðrun

Tækið heitir Cargowatch og er nú boðið upp á það sem aukabúnað hjá Volvo en þar með ábyrgist Volvo gæði búnaðarins og virkni hans. Um er að ræða raftæki sem getur mælt hæð farms og þyngd hans en tækið byggir á upplýsingum fyrir og eftir hleðslu og er hægt að fá það fyrir einn öxul eða tvo.

Jack Fakkenor, sölustjóri EP Powervision, fagnar samningnum við Volvo en tekur þó fram að fyrirtækið hafi jafnframt selt búnaðinn í Mercedes-Benz og Scania vörubíla. Þar hefur hann þó ekki verið í boði sem aukabúnaður heldur hefur verið leitað beint til fyrirtækisins eftir búnaðinum. Salan hefur ekki verið mjög mikil hingað til en að jafnaði seljast um 1200-1500 tæki á ári sem er ekki mjög mikið miðað við að Volvo selur t.d. tæplega 120 þúsund vörubíla á ári.

Eftirspurnin mun þó aukast snarlega og því mun fyrirtækið flytja á næstu vikum í nýtt húsnæði og er búist við að á nýjum stað muni fyrirtækið geta annað eftirspurn – í dag hafa einungis sex manns unnið við framleiðsluna og því verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður á næstu mánuðum.