— Reuters
Yfir tvö hundruð leikarar og skemmtikraftar léttu vegfarendum í Madríd lundina í gær í tilefni Alþjóða leiklistardagsins. Trúðar, loftfimleikafólk og látbragðsleikarar mættu íbúum og gestum borgarinnar á hverju götuhorni og í almenningsvögnum.
Yfir tvö hundruð leikarar og skemmtikraftar léttu vegfarendum í Madríd lundina í gær í tilefni Alþjóða leiklistardagsins. Trúðar, loftfimleikafólk og látbragðsleikarar mættu íbúum og gestum borgarinnar á hverju götuhorni og í almenningsvögnum. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur um allan heim síðan árið 1962.