Ný þjónusta fór í loftið í gærmorgun sem kemur sér vel fyrir þá sem gleyma að hafa með sér smámynt í stöðumæli borgarinnar. Á vefsíðunni www.leggja.is getur fólk greitt í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík á einfaldan hátt með gsm-símanum sínum.
Ný þjónusta fór í loftið í gærmorgun sem kemur sér vel fyrir þá sem gleyma að hafa með sér smámynt í stöðumæli borgarinnar.

Á vefsíðunni www.leggja.is getur fólk greitt í gjaldskyld bílastæði í Reykjavík á einfaldan hátt með gsm-símanum sínum.

Fyrirfram þarf að skrá bílnúmer og farsímanúmer. Í kjölfarið er hægt að leggja skráðum bíl með gsm-síma, með því að hringja í síma 770-1414 eða senda sms-skilaboðin P í 1900 og gjaldfærist þá stöðugjald á kreditkort, auk 2,5% færslugjalds.

Aðeins þarf að greiða fyrir þann tíma sem bílnum er lagt og þarf því ekki að ákveða fyrirfram hversu lengi ætlunin er að vera.