TVEIMUR karlmönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þremur ránum og ránstilraun, vopnaðir sprautunálum, hefur verið sleppt úr haldi. Einn maður situr enn í haldi lögreglu og rennur gæsluvarðhald yfir honum út í dag.
TVEIMUR karlmönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að þremur ránum og ránstilraun, vopnaðir sprautunálum, hefur verið sleppt úr haldi. Einn maður situr enn í haldi lögreglu og rennur gæsluvarðhald yfir honum út í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds.

Í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, sagði Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, að málið teldist upplýst. Ekki léki grunur á að fleiri væru viðriðnir málið og sá sem enn væri í haldi lögreglunnar væri sá eini sem hefði látið til skarar skríða hverju sinni.

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi neitað aðild. Hann hafi þó enga skýringu veitt á því hvers vegna munir úr ránunum hafi fundist á dvalarstað hans.