Barack Obama
Barack Obama
EINN af tíu bandarískum kjósendum telur ranglega að Barack Obama sé múslimi skv. nýrri óháðri skoðanakönnun. Könnunin náði til demókrata, repúblikana og óákveðinna.
EINN af tíu bandarískum kjósendum telur ranglega að Barack Obama sé múslimi skv. nýrri óháðri skoðanakönnun. Könnunin náði til demókrata, repúblikana og óákveðinna. Fréttir af ágreiningi vegna ummæla fyrrum prests í kristnum söfnuði er Obama tilheyrði, virtust ekki hafa áhrif á þessa skoðun fólks. Orðrómi um að Obama sé múslimi hefur m.a. verið dreift á netinu.