Smurstöð Hekla tók þessa smurstöð á hjólum nýverið í notkun.
Smurstöð Hekla tók þessa smurstöð á hjólum nýverið í notkun.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýlega tók Vélasvið HEKLU í notkun nýjan smurþjónustubíl af gerðinni Scania R270. Í fréttatilkynningu segir að bíllinn sé afar fullkominn og útbúinn, í samstarfi við Skeljung, samkvæmt ströngustu stöðlum frá Caterpillar.
Nýlega tók Vélasvið HEKLU í notkun nýjan smurþjónustubíl af gerðinni Scania R270. Í fréttatilkynningu segir að bíllinn sé afar fullkominn og útbúinn, í samstarfi við Skeljung, samkvæmt ströngustu stöðlum frá Caterpillar. Staðlarnir eru þannig útfærðir að allur búnaður og uppsetning miðast við að hægt sé að bjóða viðskiptavinum vélasviðs HEKLU fullkomnustu smurþjónustu sem völ er á.

Allur slöngubúnaður er á keflum til að auðvelda vinnu og viðhalda hreinleika, hvort heldur sem um er að ræða háþrýstiþvottatæki, olíur, loft eða vatn. Gömul olía er sogin upp í tank og gamlar síur settar í hólf utan á bílnum. Í þessari hreyfanlegu smurstöð er tæki til að greina hreinleika olíunnar. Ef eitthvað finnst að olíu sem ekki á að skipta um, þá er möguleiki á að grípa inn í áður en skaði hlýst af.

Caterpillar framkvæmdi úttekt á bílnum og stóðst hann allar ströngustu kröfur þeirra og gott betur. Þykir Caterpillar markvert að fullkomnasti smurbíll sem starfræktur er af umboðsaðila þeirra í Evrópu sé staðsettur á Íslandi.

Á næstu vikum munu starfsmenn vélasviðs HEKLU kynna þá fjölbreyttu möguleika sem viðskiptavinum bjóðast með tilkomu þessa þjónustubíls, smurþjónustu, þjónustuskoðanir o.fl. Þjónustan mun standa eigendum allra tegunda vinnuvéla til boða, hvort sem um er að ræða Caterpillar eða aðrar tegundir.