Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi ráðsins, þar sem hann vildi fá að vita hvaða fótur væri fyrir kvörtunum yfir megnum olíufnyk við Ægisíðuna þegar vindur hefur blásið af hafi í vetur.
Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi ráðsins, þar sem hann vildi fá að vita hvaða fótur væri fyrir kvörtunum yfir megnum olíufnyk við Ægisíðuna þegar vindur hefur blásið af hafi í vetur.

Þorleifur Gunnlaugsson spurði hvort verið gæti að grunnvatn úr menguðum jarðvegi á framkvæmdasvæði Háskólans í Reykjavík væri leitt í frárennslisrör í nágrenni við baðströnd Reykvíkinga.

„Heilbrigðiseftirlitið taldi sig hafa farið í málið og að ekki væri um þetta að ræða,“ segir Þorleifur. „Þeir aftóku það ekki, en ég á eftir að fá skrifleg svör. Það er nú bara út frá sögusögnum sem ég er að spyrja og ég hef svo sem ekkert meira fyrir mér en þessar grunsemdir.“ aij