HARÐNAÐ hefur á dalnum á húsnæðismörkuðum víða um heim vegna lánakreppu á fjármálamörkuðum. Spánn er þar engin undantekning.
HARÐNAÐ hefur á dalnum á húsnæðismörkuðum víða um heim vegna lánakreppu á fjármálamörkuðum. Spánn er þar engin undantekning. Um 27% færri íbúðir skiptu um eigendur á Spáni í janúar á þessu ári en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Spánar (NE). Og heildarfjárhæð nýrra húsnæðislána í mánuðinum lækkaði um 28% milli ári. Frá þessu er greint í frétt í Financial Times (FT) .

Segir í frétt FT að José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hafi lofað grípa til aðgerða til að freista þess að snúa þróuninni á húsnæðismarkaðinum við. Meðal annars verði stuðlað að aukinni atvinnu á vegum hins opinbera.