1. apríl 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Forseta- og þingkosningar í Simbabve

Stjórnarandstæðingar segjast með forystu

Stjórnarandstæðingar í Simbabve fullyrða að Morgan Tsvangirai hafi hlotið um 60 prósent atkvæða og forsetinn Robert Mugabe 30 prósent í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina.
Stjórnarandstæðingar í Simbabve fullyrða að Morgan Tsvangirai hafi hlotið um 60 prósent atkvæða og forsetinn Robert Mugabe 30 prósent í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Mikill þrýstingur hefur verið á yfirvöld að tilkynna um úrslit kosninganna. Óeirðalögregla var víða í höfuðborginni Harare þegar fyrstu tölur voru gerðar opinberar í gær, þar sem var sagt að stjórn og stjórnarandstaða væru hnífjafnar og hefðu tryggt sér 26 þingsæti hvor.

Nelson Chamisa, talsmaður MDC, flokks Tsvangirai, segir flokkinn hafa tryggt sé 99 þingsæti og flokkur 96 í þeim kjördæmum þar sem talningu væri lokið. Tafirnar bendi hins vegar til þess að unnið sé að því að breyta úrslitum kosninganna til að framlengja 28 ára valdatíð hins 84 ára Mugabe.

atlii@24stundir.is

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.