1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð

Keppt um viðskiptaáætlanir

ÚRSLIT í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanemendur og nýútskrifaða nálgast nú óðum, en yfir 100 viðskiptahugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar.
ÚRSLIT í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir íslenska háskólanemendur og nýútskrifaða nálgast nú óðum, en yfir 100 viðskiptahugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar. Í öðrum áfanga skiluðu nemendur inn fullmótaðri viðskiptaáætlun og hafa nú verið valdar 18 áætlanir í undanúrslit keppninnar.

Innovit er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur á sviði viðskipta með það að markmiði að auka þátt háskólamenntaðs fólk í frumkvöðlastarfi á Íslandi.

Þær viðskiptaáætlanir sem nú eru komnar munu fara í ítarlegan yfirlestur rýnihóps sérfræðinga sem samanstendur af fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi og háskólum. Að lokum munu alls 10 viðskiptaáætlanir komast í úrslitaáfanga keppninnar þar sem keppendur þurfa að kynna áætlanir sínar frammi fyrir yfirdómnefnd. Úrslit fara fram 12. apríl nk. og verða niðurstöður kynntar samdægurs. Sigurvegararnir hljóta að launum verðlaunagripinn Gulleggið 2008 og 1,5 mkr í verðlaunafé.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.