TÖLUVERT mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf bankanna í gær. Heildarvelta með bréf Glitnis nam 21,3 milljörðum króna en þar af voru sex stök viðskipti upp á meira en milljarð. Fern þeirra voru á genginu 30,05 krónur á hlut.
TÖLUVERT mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf bankanna í gær. Heildarvelta með bréf Glitnis nam 21,3 milljörðum króna en þar af voru sex stök viðskipti upp á meira en milljarð. Fern þeirra voru á genginu 30,05 krónur á hlut. Þá voru tvenn viðskipti fyrir um 2,2 milljarða króna hvor á genginu 17,3 og ein fyrir tæplega 1,1 milljarð á sama gengi. Engar flagganir bárust kauphöll í gær en eftir því sem næst verður komist voru einhver viðskiptanna vegna framvirkra samninga.

Þá urðu viðskipti upp á ríflega 11 milljarða með bréf Landsbankans í gær. Þrenn stök viðskipti, samanlagt upp á um 5,6 milljarða, urðu á gengisbilinu 41,65-42,95 en ein viðskipti upp á 3,8 milljarða urðu á genginu 29. Þar er um 1,18% hlut í bankanum að ræða en ekkert meira liggur fyrir um þau viðskipti. Loks var tilkynnt síðdegis í gær um kaup Exista á 7,7 milljónum hluta í Kaupþingi á genginu 798, eða fyrir um sex milljarða króna.