Ný Hreyfing Ágústa Johnson framkvæmdastjóri við opnun nýju stöðvarinnar í Glæsibæ.
Ný Hreyfing Ágústa Johnson framkvæmdastjóri við opnun nýju stöðvarinnar í Glæsibæ. — Morgunblaðið/G. Rúnar
NÝ STÖÐ Hreyfingar var opnuð í Glæsibæ sl. laugardag. Að sögn Ágústu Johnson framkvæmdastjóra komu um 600 manns í stöðina í tilefni opnunarinnar. Starfsemin var flutt úr Faxafeni í Glæsibæ í janúar en síðan hefur lokafrágangur staðið yfir.
NÝ STÖÐ Hreyfingar var opnuð í Glæsibæ sl. laugardag. Að sögn Ágústu Johnson framkvæmdastjóra komu um 600 manns í stöðina í tilefni opnunarinnar. Starfsemin var flutt úr Faxafeni í Glæsibæ í janúar en síðan hefur lokafrágangur staðið yfir. „Lokahnykkurinn var svo opnun Blue Lagoon Spa í kringum páskana,“ segir Ágústa og að viðtökurnar hafi verið gríðargóðar.

„Hérna hefur orðið til nýjung, myndi ég segja, á Íslandi. Þetta er ekki eingöngu líkamsrækt heldur meira heilsulind eða heilsuklúbbur. Áherslan er á að búa til klúbbsstemningu, fólk kemur ekki bara til að hreyfa sig heldur líka til að fara í útipottana,“ segir hún og bætir við að utandyra séu jarðsjávarpottar og tvö gufuböð.