1. apríl 2008 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Börsungar fengu að heyra það

Frank Rijkaard
Frank Rijkaard
STUÐNINGSMENN Barcelona eru allt annað en ánægðir með lið sitt þessa dagana og urðu leikmenn liðsins áþreifanlega varir við það á æfingasvæðinu eftir tapleikinn gegn Real Betis.
STUÐNINGSMENN Barcelona eru allt annað en ánægðir með lið sitt þessa dagana og urðu leikmenn liðsins áþreifanlega varir við það á æfingasvæðinu eftir tapleikinn gegn Real Betis. Um 200 stuðningsmenn Katalóníuliðsins mættu á æfingasvæðið og sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð að leikmönnum liðsins en margir fylgismenn Börsunga kenna leikmönnum um ófarir liðsins frekar en þjálfaranum Frank Rijkaard.

Sníkjudýr og blygðunarlausir voru meðal þeirra orða sem stuðningsmennirnir létu út úr sér og aðrir kölluðu: ,,Minni peningar og meiri einbeitni.“

Txiki Bergiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, viðurkenndi í samtali við fréttamenn að liðið væri í mikilli krísu eftir ófararirnar gegn Real Betis en með tapinu eru nú hverfandi líkur á að Barcelona nái að hrifsa meistaratitilinn úr höndum erkifjendanna í Real Madrid. Stuðningsmennirnir vilja ekki heyra orðin tóm. Þeir vilja sjá rétt viðbrögð og liðið verður að bregðast við. Okkar lið hefur hæfileika til að lagfæra vandamálin,“ sagði Bergiristain. Börsungar verða í eldlínunni í Þýskalandi í kvöld þegar þeir etja kappi við Schalke í Meistaradeildinni og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við gagnrýni stuðningsmanna sinna og sparkspekinga sem hafa skotið föstum skotum að leikmönnum liðsins fyrir slæglega frammistöðu inni á vellinum.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.