Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 27.03. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 251 Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónsson 246 Ægir Ferdinandss.

Bridsdeild FEB í Reykjavík

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 27.03.

Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig.

Árangur N-S

Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 251

Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónsson 246

Ægir Ferdinandss. - Oddur Halldórss. 244

Árangur A-V

Ragnar Björnss. - Jón Láruss. 272

Halla Ólafsd. - Hilmar Valdimarss. 244

Þröstur Sveinss.- Bjarni Ásmundss. 228

Bridsfélag Kópavogs

Þriggja kvölda tvímenningur á sjö borðum hófst sl. fimmtudag.

Hæstu skor NS:

Ármann J Láruss. - Björn Árnas. 185

Guðlaugur Bessas. - Jón St. Ingólfss. 179

Baldur Bjartmarss. - Sigurjón Karlss. 172

AV:

Bernódus Kristinss. - Sigurj. Tryggvas. 194

Björn Jónsson - Þórður Jónsson 190

Guðni Ingvarss. - Halldór Einarsson 182

Kjördæmamótið í brids í Hólminum í maí

Kjördæmamótið i brids fer fram í Stykkishólmi dagana 17. og 18. maí nk. Hótel Stykkishólmur hefur gert okkur bridsspilurum mjög gott tilboð á mat og gistingu sem er svohljóðandi:

Gisting eina nótt í tveggja manna herbergi, 2x hádegisverður og 1x veislukvöldverður, verð 12.600 kr. á mann. Sama tilboð á eins manns herbergi, 15.100 kr. Morgunverður er innifalinn.

Verð á hádegismat er 1.800 kr. á mann á dag og veislukvöldverður kostar4.500 kr. á mann, morgunverður er á 900 kr. á mann fyrir þá sem gista ekki.

Aukanótt 4.000 kr. á mann.

Pöntunarsími er 430-2100 eða á netfangið hotelstykkisholmur@simnet.is

Íslandsmót yngri spilara

Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni og tvímenningi fer fram í Síðumúla 37 í Reykjavík helgina 5.-6. apríl nk. Byrjað kl. 11:00 báða dagana og spilað til u.þ.b. kl. 17 báða dagana. Sveitakeppni á laugardag og tvímenningur á sunnudag. Þátttökurétt hafa þeir sem fæddir eru eftir 1. janúar 1983 (U25).

Þátttaka er ókeypis. Boðið upp á pítsur. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og spilað er um gullstig. Hægt að skrá sig í keppnina hjá BSÍ í síma 587-9360, á vef Bridssambandsins, www.bridge.is, eða í tölvupósti, bridge@bridge.is.

Tilvalið að hitta spilaáhugafólk á svipuðum aldri og úr öðrum skólum.