1. apríl 2008 | 24 stundir | 84 orð | 5 myndir

Óvænt fall af stalli

* Nýr glímukóngur krýndur um helgina

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 98. Íslandsglímunni sem fram fór um helgina þegar Pétur Þórir Gunnarsson hirti Grettisbeltið af Pétri Eyþórssyni en Pétur hefur nánast átt áskrift að titlum í glímu í karlaflokki síðustu árin.
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 98. Íslandsglímunni sem fram fór um helgina þegar Pétur Þórir Gunnarsson hirti Grettisbeltið af Pétri Eyþórssyni en Pétur hefur nánast átt áskrift að titlum í glímu í karlaflokki síðustu árin. Í kvennaflokki vann Svana Hrönn Jóhannsdóttir örugglega sitt fjórða Freyjumen eftir viðureign við Sólveigu Rós Jóhannsdóttur, og Ungmennafélag Austurlands, ÚÍA, sigraði í sveitakeppni 16 ára og yngri sem fram fór á sama tíma. Var fullt hús af áhorfendum í íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri og þótti Íslandsglíman takast frábærlega.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.