[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 98. Íslandsglímunni sem fram fór um helgina þegar Pétur Þórir Gunnarsson hirti Grettisbeltið af Pétri Eyþórssyni en Pétur hefur nánast átt áskrift að titlum í glímu í karlaflokki síðustu árin.
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 98. Íslandsglímunni sem fram fór um helgina þegar Pétur Þórir Gunnarsson hirti Grettisbeltið af Pétri Eyþórssyni en Pétur hefur nánast átt áskrift að titlum í glímu í karlaflokki síðustu árin. Í kvennaflokki vann Svana Hrönn Jóhannsdóttir örugglega sitt fjórða Freyjumen eftir viðureign við Sólveigu Rós Jóhannsdóttur, og Ungmennafélag Austurlands, ÚÍA, sigraði í sveitakeppni 16 ára og yngri sem fram fór á sama tíma. Var fullt hús af áhorfendum í íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri og þótti Íslandsglíman takast frábærlega.