HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR erlendis hækkuðu almennt í gær, þótt ekki væri um miklar hækkanir að ræða. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,16%, franska CAC um 0,24%, en þýska DAX- vísitalan lækkaði hins vegar um 0,38%.
HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR erlendis hækkuðu almennt í gær, þótt ekki væri um miklar hækkanir að ræða. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,16%, franska CAC um 0,24%, en þýska DAX- vísitalan lækkaði hins vegar um 0,38%. Í Bandaríkjunum hækkaði Dow Jones um 0,38%, Nasdaq um 0,79% og S&P500 um 0,57%. Þegar horft er til fyrstu þriggja mánaða ársins hefur Dow Jones lækkað um 7,6%, Nasdaq um 14,1% og S&P500 um 9,9%. Hóflegar hækkanir einkenndu einnig markaði á Norðurlöndum, þar sem sænska vísitalan hækkaði um 0,04%, sú danska um 0,18%, en samnorræna vísitalan lækkaði hins vegar um 0,04%.

Olíuverð lækkaði í gær eftir að fréttir bárust af því að mikilvæg olíuleiðsla í Írak væri aftur opin, og er fatið nú 101,61 dalur.