SKIPULAGSSTOFNUN stendur fyrir málþingi um landsskipulag 10. apríl kl. 14-18, í Salnum í Kópavogi en málþingið er hluti afmælisdagskrár Skipulagsstofnunar í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan forvera Skipulagsstofnunar var komið á fót.
SKIPULAGSSTOFNUN stendur fyrir málþingi um landsskipulag 10. apríl kl. 14-18, í Salnum í Kópavogi en málþingið er hluti afmælisdagskrár Skipulagsstofnunar í tilefni þess að 70 ár eru liðin síðan forvera Skipulagsstofnunar var komið á fót. Á málþinginu verður til umfjöllunar hvað landsskipulagsáætlun getur falið í sér og kynnt verður staða landsskipulags í nágrannalöndum sem hafa mörg hver áratuga reynslu af slíkum áætlunum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ávarpar þingið og Jim Mackinnon skipulagsstjóri Skotlands kynnir nýja landsskipulagsáætlun fyrir Skotland sem sett er fram í National Planning Framework. Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu mun í erindi sínu Landsskipulag – ný sýn í skipulagsmálum gera grein fyrir ákvæðum um landsskipulag í frumvarpi til skipulagslaga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flytur erindi sem hann nefnir Landsskipulag – hvað breytist? og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík heldur erindi sem hún nefnir Landsskipulag – lýðræði og sjálfbærni.

Fundarstjóri verður Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins.