1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ákærður fyrir að aka á 194 km hraða

LÖGREGLAN á Selfossi tók aðfaranótt laugardags mann sem ók á 194 kílómetra hraða. Maðurinn, sem staðinn var að hraðakstrinum á Suðurlandsvegi, er að auki grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis umrædda nótt.
LÖGREGLAN á Selfossi tók aðfaranótt laugardags mann sem ók á 194 kílómetra hraða. Maðurinn, sem staðinn var að hraðakstrinum á Suðurlandsvegi, er að auki grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis umrædda nótt.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, en að sögn Svans Kristinssonar, varðstjóra í lögreglunni á Selfossi, verður hann ákærður vegna brotsins.

Ákæran á hendur manninum er nú í vinnslu hjá fulltrúa lögreglustjórans á Selfossi.

Svanur segir að í tilfellum þar sem fólk er gripið við athæfi sem talið er geta valdið samborgurum stórhættu sé ávallt ákært. Brot sem þetta valdi væntanlega missi bílprófs í allt að tvö ár.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.