1. apríl 2008 | 24 stundir | 98 orð | 1 mynd

Mikil viðhöfn í Kína

Ólympíueldurinn í Peking

Mikil viðhöfn var á Torgi hins himneska friðar í kínversku höfuðborginni Peking í gær þegar ólympíueldurinn kom til borgarinnar frá Aþenu. Öryggisgæsla var mjög mikil af ótta við mótmælendur.
Mikil viðhöfn var á Torgi hins himneska friðar í kínversku höfuðborginni Peking í gær þegar ólympíueldurinn kom til borgarinnar frá Aþenu. Öryggisgæsla var mjög mikil af ótta við mótmælendur. Forsetinn Hu Jintao hélt eldinum á loft áður en hann lét hann í hendur grindahlauparans og kínversku þjóðhetjunnar Liu Xiang. Þúsundir manna fylltu torgið, auk þess sem fjöldi manns dansaði í þjóðbúningum og sýndi fimleika.

Eldurinn kemur til Almaty í Kasakstan í dag, en hann mun fara um tuttugu lönd á 130 dögum og um 137 þúsund kílómetra leið, áður en Ólympíuleikarnir verða settir í Peking 8. ágúst. aí

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.