Rafmagnsleysið sem stóð yfir í gærdag olli töluverðum vandkvæðum hjá fyrirtækjum á svæðinu. Meðal annars fór öll starfsemi Reykjalundar úr skorðum. Jón M. Benediktsson framkvæmdastjóri sagði að sem betur fer hefði það ekki skapað neina hættu.
Rafmagnsleysið sem stóð yfir í gærdag olli töluverðum vandkvæðum hjá fyrirtækjum á svæðinu. Meðal annars fór öll starfsemi Reykjalundar úr skorðum. Jón M. Benediktsson framkvæmdastjóri sagði að sem betur fer hefði það ekki skapað neina hættu. „Þetta er hins vegar mjög bagalegt því það gefur augaleið að hér er öll starfsemi í lamasessi. Lyftur eru stopp og þetta gerir allt erfiðara. Hér er líka heilmikill iðnrekstur sem er algjörlega stopp og það er auðvitað tjón að því. Sjúklingar hjá okkur eru ekki í neinni hættu sem betur fer. Við höfum ekki varaaflstöð og ég reikna með að við munum endurskoða okkar stöðu eftir þetta rafmagnsleysi. Þetta skapar okkur umtalsverð óþægindi.“ fr