1. apríl 2008 | 24 stundir | 111 orð | 1 mynd

Rafmagnsleysi olli erfiðleikum á Reykjalundi

Skapaði ekki hættu en mikil óþægindi

Rafmagnsleysið sem stóð yfir í gærdag olli töluverðum vandkvæðum hjá fyrirtækjum á svæðinu. Meðal annars fór öll starfsemi Reykjalundar úr skorðum. Jón M. Benediktsson framkvæmdastjóri sagði að sem betur fer hefði það ekki skapað neina hættu.
Rafmagnsleysið sem stóð yfir í gærdag olli töluverðum vandkvæðum hjá fyrirtækjum á svæðinu. Meðal annars fór öll starfsemi Reykjalundar úr skorðum. Jón M. Benediktsson framkvæmdastjóri sagði að sem betur fer hefði það ekki skapað neina hættu. „Þetta er hins vegar mjög bagalegt því það gefur augaleið að hér er öll starfsemi í lamasessi. Lyftur eru stopp og þetta gerir allt erfiðara. Hér er líka heilmikill iðnrekstur sem er algjörlega stopp og það er auðvitað tjón að því. Sjúklingar hjá okkur eru ekki í neinni hættu sem betur fer. Við höfum ekki varaaflstöð og ég reikna með að við munum endurskoða okkar stöðu eftir þetta rafmagnsleysi. Þetta skapar okkur umtalsverð óþægindi.“ fr

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.