Líkamsrækt Að ýmsu er að hyggja þegar megrun stendur yfir. Til dæmis geta æfingar orðið of mikil rútína svo að maður brennir minna en í fyrstu.
Líkamsrækt Að ýmsu er að hyggja þegar megrun stendur yfir. Til dæmis geta æfingar orðið of mikil rútína svo að maður brennir minna en í fyrstu. — AP
AÐ vera í megrun er eins og bátsferð; þú stefnir á ákveðinn áfangastað (markmið í megruninni) en til þess að komast þangað þarf eldsneyti (mataræði og hreyfingu) og þú lendir loks á paradísareyju (kominn í bikiníið).
AÐ vera í megrun er eins og bátsferð; þú stefnir á ákveðinn áfangastað (markmið í megruninni) en til þess að komast þangað þarf eldsneyti (mataræði og hreyfingu) og þú lendir loks á paradísareyju (kominn í bikiníið). Hver smávægilegur leki í bátnum getur hins vegar sökkt honum líkt og hver mistök í megruninni. Þessa skemmtilega samlíkingu má finna á vefmiðli MSNBC og einföld ráð gefin. Tíu gloppur í megruninni eru taldar upp sem gott er að vita af til að forðast en þær eru eftirfarandi:

1.Að kaupa svangur inn í matinn er ekki heillavænlegt.

2.Langir vinnudagar og yfirvinna valda streitu og kalla á skyndibita og minni hreyfingu.

3.Ekki verðlauna þig eftir líkamsþjálfun með góðum skammti af mishollum mat.

4.Það veit ekki á gott að telja aldrei hitaeiningarnar sem maður innbyrðir. Bara það að hafa það „skjalfest“ hvað maður er búinn að borða er gagnlegt fyrir heilsuátakið.

5. Tölvupóstur til samstarfsmanna brennir ekki mörgum hitaeiningum og því skynsamlegra að standa upp og bókstaflega ganga erinda sinna.

6.Æfingar geta orðið of mikil rútína svo maður fer að brenna minna.

7. Þægileg föt geta orðið of þægileg, gallabuxur leiða mann hins vegar í sannleikann um holdafarið.

8.Ekki gera of mikið af því að smakka matinn til þegar þú eldar.

9.Ekki er gott fyrir fólk í megrun að hafa eldhúsið fullt hús matar.

10.Fáðu fleiri með þér í megrunarátakið, félagslegur stuðningur gerir það að verkum að þú léttist um 6% meira en ella.