Vindáshlíð Maður má nú ekki vera mjög lofthræddur þegar maður fer yfir þessa brú.
Vindáshlíð Maður má nú ekki vera mjög lofthræddur þegar maður fer yfir þessa brú.
Í dag verður sumarhátíð KFUM og KFUK haldin að Holtavegi 28 frá klukkan 12-16. Það verður margt skemmtilegt um að vera eins og t.d.

Í dag verður sumarhátíð KFUM og KFUK haldin að Holtavegi 28 frá klukkan 12-16. Það verður margt skemmtilegt um að vera eins og t.d. skemmtiatriði frá börnum sem hafa verið í sumarbúðum KFUM og KFUK, Lalli töframaður verður með ótrúleg töfrabrögð og Stopp leikhópurinn sýnir brot úr sýningu sinni, Eldfærunum.

Á staðnum verður hoppukastali, blöðrur, kaffihús, andlitsmálun og margt fleira. Þá gefst krökkum líka tækifæri til að láta skrá sig í sumarbúðirnar sem KFUM og KFUK bjóða upp á en þær eru Vatnaskógur í Hvalfjarðarsveit, Vindáshlíð í Kjós, Kaldársel, skammt fyrir ofan Hafnarfjörð, Ölver, sem er í 10 km fjarlægð frá Borgarnesi og Hólavatn sem staðsett er á Norðurlandi. Það verður sem sagt mikið fjör og mikil gleði að Holtavegi 28 í dag.